16.05.2012
Það verður lokað á Bjargi fimmtudaginn 17. maí, uppstigningardag.
14.05.2012
Vegna fjölda áskoranna ætlar Abba að vera með eitt vaxtamótunarnámskeið í viðbót og mun byrja 30. maí. Kennt er 4x
í viku, Gravity á mánudögum og miðvikudögum og heitir tímar þar sem við notum bolta, foamrúllur, lóð og teygjur í
frábærum, styrkjandi og mótandi æfingum. Tímarnir eru kl 16:30 og pláss fyrir 12 á námskeiðinu.
13.05.2012
Body Balance tíminn á miðvikudögum færist fram um eina klst og verður kl 17:30 næsta miðvikudag og út sumarið. Sama er með Zumba
tímann á laugardögum, hann verður næst kl 11 og út sumarið, ekki kl 12. Zumba tíminn á fimmtudögum sem er kl 18:30 færist fram
um eina klst. og verður því kl 17:30 næst (athugið að það er lokað næsta fimmtudag, Uppstigningardagur.
11.05.2012
Verðmæti Gjafakortanna sem stelpurnar í lífsstílnum fengu núna á mánudaginn er um 200 þúsund. Oft höfum við
farið upp í um 300 þúsund í verðlaun og þá tvisvar á ári, bæði fyrir haust og vorönn. Halla Ólöf
Jónsdóttir náði 10% léttingu á 8 vikum og fékk 6 mánuði fyrir það, að auki fékk hún 4 mánuði fyrir
fyrir flesta sentimetra og hlutfallslega flest kíló farin hjá kvöldhópnum. Katrín Mörk gerði það sama hjá morgunhópnum
en hún er búin að léttast um rúm 40 kíló á árinu. Guðlaug Halla og Steinunn Hauks náðu 10% léttinu á 16
vikum og fengu 2 mánuði fyrir það og svo fóru 4 mánuðir í mætingaverðlaunin. Glæsilegur árangur hjá
ótrúlegum konum.
10.05.2012
Spinningtíminn á mánudögum kl 18:30 og CXWORX tíminn þar á eftir eru hættir. Einnig súperkeyrslan á miðvikudögum kl
17:30. Skoðið vel tímatöfluna og prufið tíma sem þið hafið ekki gefið séns. Hot Yoga á þriðjudögum t.d.
tími sem kemur á óvart og Body Fit á mánudögum kl 17:30, sjóðheitur boltatími þar sem við notum foamrúllurnar með og
nuddum líkamannn um leið og við gerum góðar styrkjandi æfingar.
10.05.2012
Við höfum verið með fulla skráningu í tvo hópa í vefjagigtargravity í allan vetur. Þær voru að klára
námskeiðin í gær. Við ætlum að bjóða uppá eitt námskeið í viðbót fyrir sumarfrí sem mun byrja næsta
mánudag kl 17:30. Námskeiðið er hugsað fyrir fólk með vefjagigt og önnur stoðkerfisvandamál. Sjúkraþjálfarar
kenna.
10.05.2012
Við erum í sumarskapi og það er afmæli hjá Akureyrarbæ í ár. Gott tilefni til að gera vel við okkar viðskiptavini.
Kreppukortin sem hafa gilt milli 10 og 16 og kosta 5500 munu nú virka sem fullgild mánaðarkort frá 15. maí til 31. ágúst. Nú er bara
að æfa vel í sumar og brosa breitt.
07.05.2012
Útinámskeið hefst 14.maí og verður
á mán-mið-fim kl 17:30
07.05.2012
Það er góður hópur búinn að vera á lífsstílsnámskeiðunum
02.05.2012
Það er afspyrnu rólegt hér yfir sumarið og þá sérstaklega yfir miðjan daginn, á föstudagseftirmiðdögum og á
sunnudögum. Því er á döfinni að reyna að þjappa fólki betur saman á þeim tíma sem opið er. Í
júní og júlí er ætlunin að opna kl 8:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og hafa opið til kl 14:00. Opna svo aftur kl 16 til
19. Mánudagar og miðvikudagar verða eins og hefur verið frá 6 til 19. Föstudagar yrðu þá frá 6-14:00 og etv. lokað á
sunnudögum. Fólk er meira og minna í burtu allt sumarið í sumarfríum sem er bara eðlilegt.