15.12.2011
Allir með, stökkva á vigtina og við skráum töluna og svo aftur eftir áramót. Sesið allt um verðlaunin og fyrirkomulagið hér.
15.12.2011
Athugið að það urðu smá mistök. Tókum óvart út pumpið í hádeginu en það átti að vera seinniparts
pumpið. Anna kemur á eftir og kennir Body Pump í hádeginu, síðast var troðfullt. Body Pump tíminn 17:30 fellur niður.
13.12.2011
Það var sett sögulegt met í sögu lífsstílsnámskeiðanna þegar Kristrún Ósk Eggertsdóttir náði 22%
léttingu á 14 vikna námskeiði. Hún náði 10% léttingu á 7 vikum tvisvar sinnum og er því búin að vinna sér
inn um tvö árskort með sínum glæsilega árangri. 6 náðu 10% léttingu á 14 vikum og sentimetrarnir sem fuku voru
ófáir. Margar voru með 100% mætingu og við drógum út nöfn þriggja sem fengu tveggja mánaða kort í verðlaun.
Einstaklega glæsilegur árangur hjá stelpunum og þær fóru skælbrosandi heim.
11.12.2011
Þegar fólkinu og tímunum fækkar þá koma líka færri börn í gæsluna. Við munum stytta hana um klukkutíma
bæði kvölds og morgna í næstu viku, frá og með 12. desember ef notkunin er lítil.
10.12.2011
Óli var að bæta við seríum í þrekþjálfunarsalina, gaman að æfa í rökkrinu núna í desember og best er að
fara niður í heita salinn. Munið eftir síðasta Hot Yogatímanum á sunnudegi fyrir jól, á morgun.
08.12.2011
Það verður ekki Body Balance næsta laugardag. Einnig er Hot Yoga tíminn kl 8:15 á þriðjudögum hættur og Body Step á
miðvikudögum. Föstudagstímarnir seinni partinn eru líka hættir fram að áramótum.
08.12.2011
Það var síðasti tíminn hjá stelpunum á mömmuCrossFit námskeiðinu í morgun. Gaman að sjá krílin
hjálpa til við teygjurnar og liggjandi á dýnum inní salnum meðan mömmurnar puða. Sum eru útí vagni og önnur í
gæslunni. Erum byrjuð að skrá á næsta námskeið sem hefst 12. janúar. Þær sem borga við skráningu geta byrjað
strax að æfa og æft frítt fram að námskeiði.
03.12.2011
Í næstu viku fækkar tímum nokkuð og á mánudag verður ekkert pump kl 6:10 og Jógað kl 20 verður ekki. Annars er best að
skoða tímatöfluna vel, hún er rétt hér á heimasíðunni. Færðum opna CrossFit tímann kl 8:30 af þriðjudegi yfir
á mánudaga, örugg barnagæsla þar.
01.12.2011
Við erum byrjuð að skrá á 7 mismunandi námskeið sem byrja í janúar á næsta ári. Auglýsingin kom í N4
dagskránni í gær og það er komin slatti á öll námskeiðin og sum komin langt með að fyllast. Allir sem borga við skráningu
geta byrjað að æfa strax og fá þannig rúman mánuð frían. Nýtt námskeið er 6x6x6 áskorun fyrir karla. Bryndis
og Sonja ætla að sjá um að láta kílóin fjúka af körlunum og koma þeim í toppform. Sniðug jólagjöf stelpur
fyrir hann???
01.12.2011
Í næstu viku detta eftirtaldir tímar út: Body Pump kl 6:10 og Yoga kl 20 á mánudegi. Tabata/ CrossFit í hádeginu og Boxercise kl 18:30
á þriðjudegi, Body Cobat og Body Jam á miðvikudögum. Gravity 16:30 og CXWORX kl 17:30 á fimmtudegi og Body Attack og Body Vive á
föstudegi. Athugið að 6x6x6 námskeiðið er búið og því er ekki Zumba á laugardaginn kl 11:30. Það eru svo fleiri
tímar á leiðinni út, fylgist vel með.