18.10.2009
Það var troðið í jammið á laugardag og frumflutningurinn á Body Jammi nr 50 tókst vel. Þrír kennarar kenndu og þær ætla að endurtaka leikinn eftir viku. Nú er bara að mæta
14.10.2009
Kl 17:30 á föstudag bjóðum við öllum að mæta í jóga á Bjargi. Sigrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari er búin að læra fræðin og mun fara með okkur í öndun, ákveðnar möntrur og góðar æfingar. Frábær endir á vikunni, slökun og kertaljós.
14.10.2009
Body Jammið er mjög vinsælt þessa dagana. Við ætlum að bæta við tíma á miðvikudagskvöldum kl 20:15. Þá ættu allir að vera búnir að svæfa og gott að komast út og losa um allar hömlur og dansa.
13.10.2009
Við eigum 5 ára afmæli í nýju aðstöðunni á föstudag, 16. október. Af því tilefni verða 3 stórir spinningtímar um helgina. Þemaspinning á föstudag, Ólatími á laugardag og súperspinning á sunnudag.
12.10.2009
Fyrsta Cross Fit námskeiðið byrjaði í dag og hin tvö byrja á morgun. Það er gífurleg aðsókn og 10 manns á biðslista fyrir hvern hóp.
Bjargboltanámskeiðið klárast á miðvikudaginn en við erum byrjuð að skrá á næsta 4 vikna
12.10.2009
Það var frábær mæting í alla tíma um helgina. Sérstaklega voru dömunrnar duglegar að mæta og var troðfullt í Body Balance og Body Jam á laugardag, en 50 konur
07.10.2009
Það eru dömulegir dekurdagar á Akureyri um næstu helgi. Við ætlum að vera með í þeirri dagskrá og byrjum strax á föstudagsmorgninum. Moegunþrekið kl 08:15 fær Body Balance með kertaljósum og slökun.
05.10.2009
Það er margir krakkar sem vildu hafa fjölskyldudag einu sinni í viku. Þau sem komu í gær skemmtu sér vel og prufuðu allt. Við munum hafa annan svona dag eftir áramót, í lok janúar
03.10.2009
Bjargvættanámskeiðið er að klárast í dag. Við settum það inn til að brúa bilið fram að Cross Fit námskeiðunum sem hefjast á mánudag
01.10.2009
Metallica, verður þemað í spinning á morgun. Rokk af bestu gerð og Brynjar í banastuði. Hvað er betra til að koma sér í helgargírinn?