14.09.2015
Spinningáskorun Bjargi hefst í dag. Þar erum við að hvetja fólk til að prufa spinning og mæta í nokkra tíma vikulega og finna áhrifin. Tilboð verður á mánaðar þrekkortum meðan á áskorun stendur, 10.000 kr. Það eina sem þarf að gera er að skrifa nafn sitt á miða í hvert sinn sem mætt er í spinning og setja í kassa inní salnum. Þeir Sem mæta oft eiga því meiri möguleika á að vinna verðlaunin sem verða dregin út um miðjan næsta mánuð. 6 mánaða þrekkort er í verðlaun, verðmæti um 56.000 kr.
10.09.2015
Við erum með Gravitynámskeið kl. 9:30 á þriðjudögum og föstudögum. Það er ekki fullt á námskeiðinu og því pláss fyrir fleiri. Við ætlum því að opna þessa tíma fyrir alla sem eiga þrekkort eða eru á öðrum námskeiðum.
07.09.2015
Þrjú Gravitynámskeið byrja þriðjudaginn 8.sept. Eitt kl.9:30, annað kl.16:30 og það síðasta kl. 18:30. Nýtt útlit í heita salnum byrjar líka kl. 16:30. Á þessum námskeiðum eru um 100 manns og vonandi allir spenntir að mæta, við erum tilbúin að taka vel á móti hópnum.
02.09.2015
Flest námskeiðin byrja í næstu viku. Við munum hringja í biðlistana um helgina og flestir munu komast inn en fullt er á Dekurnámskeiðið og Nýtt útlit. Tvö pláss eru laus á Gravitynámskeiðinu kl 16:30 og nóg pláss kl 9:30. Við höfum pláss fyrir fleiri á Lífsstílsnámskeiðinu sem fimmtudaginn 3. sept. Þau sem skrá sig þar hafa aðgang að öllum öðrum lokuðum námskeiðum. Lífsstíllinn klárast um miðjan desember og fá allir sem klára námskeiðið að æfa frítt út árið.
02.09.2015
Það er hægt að fara í alla þessa tíma frítt seinni partinn í dag. Gravity hjá Óla kl. 16:30, Body Balance hjá Hóffu kl. 17:30, Hot Fit hjá Rannveigu kl. 17:30 eða Súperkeyrslu með Tryggva kl. 17:30. Góð mæting var í morgunþrek og hádegisþrekið fyrri partinn í dag. Þetta er síðasti dagurinn sem er frítt í allt hjá okkur núna þetta haustið.
30.08.2015
Zumbatíminn á mánudag 31. ágúst fellur niður vegna veikinda. Reiknum með að fimmtudagstíminn verði inni. Það verður ekki Zumba hjá okkur á laugardögum í vetur. Bendum á Body Balance tímana kl. 10:30 í staðinn. Þar eru gerðar æfingar í takt við tónlist í 55 mínútur. Allir eru berfættir og æfingarnar koma úr Tai Chi og yoga. Einn reyndasti Body Balance kennari landsins kennir tímana, Hólmfríður Jóhannsdóttir. Þessi tími ásamt Ólatímanum á laugardögum fylgja tækjasalskortinu í vetur.
26.08.2015
Það er fullt á námskeiðið Nýtt útlit kl. 16:30. Bendum á að hægt er að skrá sig kl. 8:15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Það eru aukatímar fyrir þær sem eru í vaktavinnu en skráðar á seinna námskeiðið. Einnig er fullt á Dekurnámskeiðið kl. 16:30 en við bendum líka á þessa tíma kl 8:15 fyrir þær sem geta mætt svo snemma.
24.08.2015
Þrektíminn kl. 17:30 fellur niður í dag. Bendum á Gravitytímann kl. 16:30 og 17:30 í dag. Nóg pláss og Óli kennir.
21.08.2015
Við verðum með opna daga 31. ágúst, 1. og 2. september. Þessa daga geta allir sem eru 14 ára og eldri æft frítt og prufað hina og þessa tíma. Ný tímatafla tekur við 31. ágúst. Hvetjum alla til að koma, skoða og æfa. Bjarg er öðruvísi stöð, þægileg og heimilisleg. Tækjasalurinn er vel búin og viðbótin við hann er öll efri hæðin með Gravitybekkjum, tækjum, boltum og hjólum. Hot yoga salurinn er líka opinn allan daginn fyrir þau sem vilja æfa og teygja inní volgum sal og rökkri. Óli mun halda áfram að setja æfingu dagsins á töflu í tækjasalnum, virkar eins og frí einkaþjálfun allan veturinn. Hann er oftast við og leiðbeinir frítt.
21.08.2015
Frá 31. ágúst verður opið frá 6 til 23 4x í viku. Á föstudögum verður opið til kl 21, 9 til 16 á laugardögum og 10 til 14 á sunnudögum.