05.01.2015
Við ætlum að koma til móts við alla sem vilja prufa ræktina í einn mánuð á nýju ári á verði eins mánaðar
í árskorti, 7.100 kr. Innifalið í gjaldinu er frjáls mæting í alla tíma, tækjasal, heita potta og gufubað. Þessi kort
verða seld í janúar. Tilvalið að fara í spinning, þrektíma, Zumbu, Body Pump, Hot yoga, heitan rúllutíma.......
05.01.2015
Dekurnámskeiðið er fullt og Nýtt útlit líka. Við ætlum að halda áfram að bæta á biðlistana því
það er pláss fyrir einn hóp í viðbót. Þannig að endilega hringið sem fyrst og skráið ykkur á biðlistana og við
munum hafa samband. Nokkur pláss eru laus á ketilbjöllunámskeiðinu hans Tryggva, við getum bætt við um 10 manns í lífsstílinn og
Gravity/bolta námskeiðið. Einnig er nóg pláss á FIMM / TVEIR námskeiðið.
Það er á döfinni að setja inn Gravity námskeið á morgnana kl. 8:15 tvisvar í viku.
01.01.2015
Óskum öllum gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla. Takk til ykkar sem mættuð í áramótatímanum þann 30. og
í Hot yoga. Elvar, Birna og Hóffa kenndu með Öbbu og Óla. Tveir góðir happdrættisvinningar voru dregnir út. Á gamlársdag var svo
allt undirlagt í hlaupunum sem tóku þátt í Gamlárshlaupi UFA.