Fréttir

Mömmuþrek

Hulda Elma og Guðrún eru miklar mömmur og afrekskonur í hlaupum, blaki og íshokký.  Þær hafa verið með námskeið fyrir nýbakaðar mæður undanfarin 3 ár og eru byrjaðar að undirbúa næsta námskeið sem byrjar 13. september. 6 vikur, tímar 3x í viku, frí barnagæsla, fróðleikur um næringu og þjálfun eftir fæðingu og umfram allt frábær félagsskapur. 

Engin Zumba á laugardaginn

Það verður brúðkaupsveisla í salnum okkar á laugardaginn og því fellur Zumban niður þann daginn, því miður.

Skráningin í námskeiðin fer vel af stað

Fyrsta auglýsingin kom í gær og það er strax fullt á tvö námskeið, nýtt útlit kl 16:30 og Gravity kl 17:30. 

Zumban að byrja aftur!

Eva er mætt úr sumarfríi og mun kenna í dag kl 16:30.  Hinir tímarnir eru líka komnir inn kl 17:30 á fimmtudögum og 11 á laugardögum.  Mætum og dönsum með Evu!

Haustið 2012

Opnunartíminn lengist 27. ágúst og þá fer barnagæslan á fullt.  Ný tímatafla tekur við 3. september.  Hún er full af spennandi tímum og námskeiðum.  Breytum ekki miklu frá því í fyrra nema að Óli ætlar að vera með spinning í 20-30 mín og CrossFit í 20 mín. tvisvar í viku kl 6:10.  Þá verður Body Fit boltanámskeið í boði kl 6:10 og 6x6x6 námskeið kl 6:10, já það verður nóg í boði fyrir morgunhanana fyrir utan spinningtímann hans Tryggva á föstudögum og CXWORX á miðvikudögum.

Frí barnagæsla næsta vetur

Það verður áfram frí barnagæsla næsta vetur.  Þannig að fyrir rúmar 6000kr á mánuði er hægt að æfa eins oft og hver vill, mæta í alla opna tíma eins og Hot Yoga, en það kosta sérstaklega í þá hjá sumum stöðvum fyrir sunnan.  Nota gæsluna fyrir börnin, kennslu í tækjasal, heita potta og gufuböð.  Oft er fólk því að borga um 2-300kr fyrir skiptið með allri þessari þjónustu.