Fréttir

Fyrirlestur og súkkulaði

Hrafnhildur Reykjalín verður með fyrirlestur á miðvikudag kl 20 hér á Bjargi.  Hún ætlar að tala almennt um hollt líferni og lífsgæði.  Þá mun hún sýna gerð hrásúkkulaðis. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi, Gravity, Lífsstíl, CrossFit, Skvísunámskeið og 6x6x6x áskorun og kostar ekkert.  Hvetjum ykkur til að mæta, hlusta, spjalla og smakka.

Anný með Ólatímann

Anný ætlar píska ykkur út í Ólatímanum á morgun.  Guðrún mun sjá um Lífsstílinn og Hóffa balancerar alla í Body Balance.  Eva tekur svo tvo danstíma, Zumba kl 11:30 og Body Jam kl 13:00.  Flottur laugardagur framundan.

Gravitynámskeið 17:30

Það verður framhald á einu Gravitynámskeiði núna þegar þau sem eru í gangi klárast.  17:30 hópurinn heldur áfram og fyrsti tíminn á nýju námskeiði er 21. nóvember.  Skráning á öll hin námskeiðin sem byrja í janúar 2012 hefst í desember.

255 keyptu sér mánaðarkort á 5500kr í Hópkaupstilboðinu sem lauk í gær.

Það voru góð viðbrögð við hópkaupstilboðinu okkar og margir notfærðu sér að kaupa ódýrt mánaðarkort og einn smoothie fylgir með.  Það er hægt að nota þessi kort eftir áramót, alveg til 10 maí.  Líklega eru sumið að gefa þau í jóla og afmælisgjafir sem er sniðugt.

Pláss fyrir 6-10 í Hot Yoga á sunnudag

Síðasta sunnudag mættu bara 6 í Hot Yoga og hina sunnudagana á undan voru 6-15 að mæta.  Mikil ásókn er í Hot Yoga hjá íþróttahópum og höfum við því boðið 25 íþróttamönnum að koma næsta sunnudag kl 11. 

Vá, loksins ný heimasíða!

Halló, halló, og velkomin á nýju heimasíðuna.  Hún virkar vonandi vel og allt á að vera mjög aðgengilegt og auðvelt.  Bestu þakkir til strákanna hjá Stefnu fyrir hönnunina og Jóhann Ólafur Athyglismaðurinn fær bestu þakkir fyrir að koma þessu á koppinn með mér.  Kveðja og hamingjuóskir Abba.

Hópkaup og 60 mánaðarkort farin út á 5500kr

Við erum á hópkaup með geggjað tilboð. Einn og hálfur sólarhringur eftir og þú getur keypt mánaðarkort á 5500kr með ótakmörkuðum aðgangi (fullt verð 11800kr) og einn skyrsmoothie

Ný heimasíða á leiðinni

Nýja heimasíðan fer að detta inn í þessari viku. Þannig að þið skuluð njóta þessarar gömlu sem er einstök og ekki lík neinni annari síðu,

Krakkarnir skemmtu sér vel

Það var fullt af krökkum sem komu að æfa með mömmu og pabba í dag. Stór hópur fór í krakkajóga og leiki hjá Gerði. Eldri fóru í Hot Yoga hjá Bryndísi

Þrjú CrossFit námskeið að byrja

Síðustu CrossFit námskeiðin fyrir jól eru að byrja á fimmtudaginn. Mömmurnar byrjuðu í morgun og er ótrúlega flott aðsókn á það námskeið.