12.04.2010
Það verður fundur hér á Bjargi annað kvöld (þriðjudag) kl 20 um útbúnað sem þarf í fjallgöngur. Það er mikilvægt að kunna að klæða sig rétt, sumar sem vetur og kunna að nota útbúnaðinn.
12.04.2010
Það er ákveðið að Tryggvi og Anný flytja norður í sumar. Þau kenndu hér og voru mjög vinsælir kennarar og söknuðurinn var mikill þegar þau fluttu suður. En þau verða hérna á Bjargi og kenna næsta vetur.
12.04.2010
4 vikna grunnnámskeið í CrossFit hefst 19. apríl. Námskeiðið verður kl 07:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. CrossFit salurinn okkar er orðin mjög vel búin og við förum e.t.v. út
11.04.2010
Við klárum þessa viku með öllum tímum inni. Í næstu viku munu síðan einhverir tímar sem eru ekki nógu vel sóttir detta út. Það fækkar alltaf tímum á vorin og svo yfir sumarið.
09.04.2010
Við hvetjum alla til að notfæra sér fría kennslu á tækjasalinn og æfingaprógrömmin sem þar eru. Allir sem kaupa kort geta fengið kennslu allt að 4 skipti. Abba sér um þessa kennslu og
09.04.2010
Núna er mikið að gera hjá einkaþjálfurunum. Margir eru að koma sér í form fyrir fjallgöngur og svaðilfarir sumarsins. Aðrir eru að fara að gifta sig og vilja auðvitað líta vel út á brúðkaupsdeginum.
09.04.2010
6 vikna námskeiðin í mömmu og meðgönguleikfimini eru senn á enda og ný námskeið hefjast 19. apríl. Skráning er hafin á þessi námskeið en mömmurnar eru kl 10:30 þrisvar í viku en meðgönguleikfimin er tvisvar í viku kl 16:30.
08.04.2010
Tryggvi er væntanlegur á morgun og ætlar að kenna Ólatímann á laugardaginn (10. apríl). Tryggvi kenndi hér í nokkur ár en flutti suður og hefur verið yfirmaður Word Class í Spönginni. Hvetjum alla til að mæta og rifja upp góða Tryggva stemmingu.
03.04.2010
Það er fullt af ferðafólki á Akureyri yfir páskana og við finnum fyrir því. Fullt af viðskiptavinum samstarfsstöðvanna víðs vegar um landið hafa verið að mæta hér og æfa.
02.04.2010
Næstu Gravitynámskeið hefjast mánudaginn 12. apríl. Skráning er hafin og sum námskeiðin eru að fyllast. Verðum með tíma kl 06:15, 08:30, 16:30, 17:30 og 18:30.