16.01.2010
Við erum alltaf með 3 þrekþjálfunarsali í gangi á álagstímum og stundum þann fjórða. Á dauða tímanum eru salirnir notaðir fyrir vefjagigtarleikfimi og Parkinsonsleikfimi á vegum Sjálfsbjargar.
12.01.2010
Óli verður með flott þema í spinning á föstudag. Takið eftir að við erum búin að færa tímann aftur um korter, hann byrja kl 17:15. Þemað er tónlist eftir Bob Dylan. Hann hefur samið ótrúlegan fjölda
11.01.2010
Um 200 manns eru á námskeiðunum sem byrja í dag. 3 hópar eru í CrossFit, tveir risastórir í Nýjum lífsstíl, einn boltahópur og 4 Gravityhópar. Við frestuðum einu Gravitynámskeiði um viku kl 06:15,
09.01.2010
Tímataflan er að fá á sig endanlega mynd núna. Við ætlum að bæta við þrektíma á þriðjudögum kl 18:30. Tími sem ætti að henta öllum, fjölbreyttir og góðir þrektímar. Body Balance kemur inn á fimmtudögum kl 18:30 til að mæta vaxandi fjölda í tímum.
09.01.2010
Anna og Inga frumfluttu nýtt Body Combat á fötudag. Það er því verið að kenna nýtt í öllum Les Mills tímunum. Ef þú hefur ekki prófað þá er komin tími til: Body Step, Body Pump, Body Combat, Body Vive, Body Jam og Body Balance.
06.01.2010
Við erum að vinna í því að bæta við fleiri framhaldatímum í CrossFit. Nýr tími kemur inn næsta laugardag kl 10:30. Föstudagar og etv mánudagar og miðvikudagar koma svo inn eftir helgi.
06.01.2010
Eva ætlar að frumflytja ný latin spor úr nýjasta jamminu næsta laugardag. Það er áfram frítt fyrir alla í þá tíma og líka krakka sem eru yngri en 14 ára. Fyrir áramót voru stundum 50 manns
05.01.2010
Jóna og Hóffa ætla að frumflytja nýja útgáfu af Body Step pallatíma fimmtudaginn 7. janúar kl.16:30. Ný lög og nýjar æfingar á nýju ári.
04.01.2010
Abba ætlar að frumflytja nýtt Vive á morgun kl 16:30. Nú er að mæta konur og skemmta ykkur með henni í góðum æfingum við frábæra tónlist. Dragið fram fjólubláu bolina
04.01.2010
Nú fer hver að verða síðastur á skrá sig á lífsstílsnámskeiðin. Það eru 5 pláss laus á hvort námskeið. Ef skráningin verður jafnbrjáluð og í haust (50 manns á biðlista) þá bætum við einum hóp við kl 18:30