Fréttir

Fjallganga 10. maí á Strýtu

Nú er komið að þriðju æfingagöngunni í snjó. Stefnt er á Strýtu sunnudaginn 10. maí. Þetta er opin ferð fyrir alla sem æfa á Bjargi og þeirra vini. Lesið vel leiðbeiningarnar í auglýsingunni hér til hægri undir fjallgöngur 2009. Það þarf ekki að skrá sig, bara mæta við Skíðastaði kl 08:00.

sumartaflan

Það er komin tillaga að tímatöflu sumarsins og nýtt þar inni er Body Combat og opinn Bjargboltatími. 39 tímar verða í boði til að byrja með og það þarf að skrá sig í opnu Gravitytímana. Ef einhverjir tímar ganga ekki upp verða þeir að sjálfsögðu felldir út úr töflunni.

Námskeið í sumar!

Það verða 6 Gravitynámskeið í gangi í sumar: KL 06:15, 09:30 FRÍ BARNAGÆSLA, 12:10, 16:30 FRÍ BARNAGÆSLA, 17:30 barnshafandi konur, 18:30 vefjagigt. Óli og Abba verða með 4 vikna hlaupanámskeið sem byrjar eftir rúma viku, 12. maí. Þetta er hugsað fyrir byrjendur og er frítt fyrir korthafa á Bjargi en kostar 6000kr fyrir aðra og er sturtuaðstaða og pottar og gufuböð innifalin í verði.