09.01.2008
Stór kynningar og partýtími í Body Vive verður á föstudaginn(11. janúar). Hóffa, Birgitta og Abba verða allar að kenna og mæta að sjálfsögðu í fjólubláu, en það er litur Body Vive.
08.01.2008
Það voru 48 konur í konutímanum í gær og þeim á eflaust eftir að fjölga. Vegna þessa fjölda þurfum við að nota báða salina fyrir þennan tíma á miðvikudögum eins og mánudögum.
07.01.2008
Hvernig er best að byrja? Hvað er hagstæðasta kortið? Best er að byrja á því að labba á hlaupabrettinu og fá kennslu í tækjasalnum, mappa við afgreiðslu. Einnig er gott að byrja á lífsstílsnámskeiði því þar færð þú allan pakkann.
04.01.2008
Þessir tímar eru algjör snilld fyrir konur á öllum aldri. Skemmtilegar æfingar með lítinn bolta og teygju, frábær tónlist og lúmskt erfiðir. Við vorum með einn tíma fyrir áramót, kl 16:30 á þriðjudögum.
04.01.2008
Gravity eru tímar sem hafa algjörlega slegið í gegn hjá okkur. Það verða bara allir að prufa þetta kerfi. Árangur sést fljótt og það sem er best, þetta hentar öllum.
04.01.2008
Loksins, loksins myndu sumir segja. Já, við erum komin með Body Combat inn í tímatöfluna. Ætlum að byrja með einn tíma á viku kl. 18:30 á miðvikudögum.
02.01.2008
Það var sko gaman í áramóta-gleðitímanum. Um 70 manns mættu og Abba byrjaði með diskó/kántrý upphitun. Hún og fleiri voru í Jane Fonda stílnum og margir skemmtilega klæddir.
02.01.2008
Bendum fólki á að þeir tímar sem við fellum út stuttu fyrir jól eru komnir inn aftur. Skoðið tímatöfluna vel og hvernig væri að drífa sig af stað.
02.01.2008
Nú er skráning í gangi á 7 Gravity námskeið, 3 lífsstílsnámskeið og eitt Gravity Pilates námskeið. Gravity námskeiðin hefjast 7. janúar, Pilates 8. janúar og lífsstíllinn 14. janúar.