19.09.2007
Akureyrarhlaupið fór fram á laugardag og var UFA og KEA til sóma. Allt gekk upp, meira að segja veðrið. Hjólahópur Bjargs skellti upp þríþraut sem tókst mjög vel, úrslit myndir og annað eru inná http://thrithraut2006.bloggar.is/
19.09.2007
Hulda og Abba ætla að frumflytja nýjan Balance á laugardag kl. 10:30. Hvetjum alla til að koma.
19.09.2007
Kennarinn klikkaði sem ætlaði að vera með matreiðslunámskeiðið svo Abba ætlar að bulla eitthvað sjálf.
17.09.2007
Gravity tíminn á þriðjudagsmorgnum kl. 06:15 er kominn inn aftur. Hann er opinn og það þarf að skrá sig. Miðvikudagstíminn kl. 07:30 er ekki að virka þannig að við tökum hann út í staðinn.
17.09.2007
Það verður frumflutningur á nýju Body Pumpi á þriðjudaginn og allir kennararnir með (Sólrún, Anna, Jóna, Birgitta og Binni). Hvetjum fólk til að mæta í rauða pupm litnum.
17.09.2007
Það er allt brjálað í boxinu og því ætlum við að setja inn þriðja tímann, á laugardögum klukkan 12:30. Gott fyrir þá sem sofa lengi eða eru að vinna á laugardagsmorgnum.
17.09.2007
Það eru einlæg tilmæli frá kennurum í jamminu að allir mæti næst í einhverju danslegu. Öðruvísi bol, stuttum kjól og leggings, með griflur eða hárband.
Anný og Tryggvi verða með áskorendatíma í spinning.
13.09.2007
Nú er búið að setja festingar á flesta skápa þannig að hægt er að læsa í búningsherbergjum. Hver og einn kaupir lás á 200kr, má líka nota ef þið eigið einn heima.
12.09.2007
Við erum búin að draga úr þeim sem skrifuðu nafnið sitt í gestabókina í opnu vikunni. 1370 skrifuðu sig. Fjögur þriggjá mánaða kort voru dregin út og nöfnin eru: Elísa Ásmundsdóttir, Ingimar Eydal, Ragnheiður Einarsdóttir og Kristín Hanna.
12.09.2007
Það var æfing númer tvö hjá þessum tveimur í dag. Þeir eru lagðir af stað eins og svo margir aðrir og það verður ekkert stoppað núna.