Fréttir

BODY VIVE

Nýir tímar frá Les Mills kerfinu. Nýtt á Íslandi og við erum eina stöðin á Norðurlandi sem kennir þetta kerfi. Tímarnir eru blanda af þoli, styrk og liðleika, en aðallega skemmtun.

Partý !!!

Við ætlum að hafa partýstemmingu hér á Bjargi alla helgina. Guðfinna byrjar á föstudagsmorgun í morgunþrekinu. Allir koma í partýdressi í Body Jammið á föstudag og það verður partýþema í spinningtímanum líka.

Lokatíminn hjá Lífsstílshópum eftir viku!

Nú er 7 vikan í gangi hjá öllum Lífsstílshópunum og mælingar fara fram í þessari viku, helst á miðvikudag hjá sem flestum.

Opinn tími í Body Vive á þriðjudag!

Það verður kennaranámskeið í Body Vive hér á Bjargi á mánudag og þriðjudag. Af því tilefni ætla kennararnir 6 sem eru á námskeiðinu að vera með opin tíma í þriðjudag kl. 16:30.

Þrekpróf hjá Vo2Max

Vo2Max hópurinn ætlar að taka þrekpróf laugardagsmorguninn 6.október og er mæting kl. 10 í íþróttahús Síðuskóla.

Fyrsti tíminn í Vo2max !

20 manna hópur fólks í góðu formi hittist í fyrsta skipti í gær og tóku léttan útitíma. þau ætla að æfa saman næstu 11 vikurnar og komast lengra en áður bæði í hlaupum, erfiðum æfingum og réttu mataræði.

Lokahóf hjólahópsins!

Um 20 manns mættu í lokahóf hjólahópsins á laugardag. Strákarnir í hópnum höfðu skipulagt óvissuferð og auðvitað var byrjað á því að hjóla og endað á Þelamörk með allavega útúrdúrum og vitleysu.

Uppáhalds Jammið!

Næsta miðvikudag verða Abba og Eva með öðruvísi Body Jam tíma. Þær ætla að taka lög úr eldri prógrömmum og dansa fullt af einföldum og skemmtilegum dönsum.

Fullt af krökkum!

Það var gaman í gær hjá fullt af krökkum. Eftirtektarvert var hve allir voru prúðir og glaðir.