Fréttir

Brjálað að gera hjá nuddurunum!

Það komu 3 hópar í dekur hingað um helgina. Á föstudagskvöldinu komu rúmlega 30 manns og allt svæðið var í notkun, 3 pottar og 3 gufuböð.

Góð mæting á fyrirlesturinn!

Það komu um 50 manns á fyrirlesturinn um sætuefnið Aspartam. Þetta var mjög athyglisvert efni og nauðsynlegt að skoða allar hliðar málsins.

Athyglisverður fyrirlestur!

Haraldur Magnússon osteopati kemur hingað næsta sunnudag 12. nóvember og verður með fyrirlestur á Bjargi um aspartam sætuefnið.

Nýir bolir og treyjur!

Bolirnir eru loksins komnir, ýmsar tegundir, stutterma og langerma. Allt á mjög sanngjörnu verði. Nýir bolir fyrir Bjargfasta eru líka komnir, munið að sækja þá og endurnýja ef þið viljið.

fullt á öllum námskeiðum!

Það byrjuðu 6 ný 4 vikna Gravity námskeið í gær og ofurmennanámskeiðið Vo2max. Fullt er á öllum námskeiðunum og biðlistar inn á hvert.

Góð mæting í dans og fínt námskeið í Fit pilates

Það voru mörg pör sem mættu í sving og salsa hjá Jóa og Theu um helgina. Hefðum viljað sjá fleiri í línudansinum, en við lærðum 7 nýja og flotta dansa með skemmtilegum og öðruvísi rithma.

Lokauppgjör Vo2max á þriðjudag!

Það virðast allir vera á leiðinni út úr bænum um helgina og því var ákveðið að fresta lokauppgjöri Vo2max námskeiðsins þar til á þriðjudag.

Matreiðslukennsla!

Guðný Anna Ríkharðsdóttir, kaldur kokkur, verður með matreiðslukennslu í næstu viku fyrir alla sem eru á námskeiðum hjá okkur. Skráning á blöð í afgreiðslu.