13.11.2006
Það komu 3 hópar í dekur hingað um helgina. Á föstudagskvöldinu komu rúmlega 30 manns og allt svæðið var í notkun, 3 pottar og 3 gufuböð.
13.11.2006
Það komu um 50 manns á fyrirlesturinn um sætuefnið Aspartam. Þetta var mjög athyglisvert efni og nauðsynlegt að skoða allar hliðar málsins.
08.11.2006
Haraldur Magnússon osteopati kemur hingað næsta sunnudag 12. nóvember og verður með fyrirlestur á Bjargi um aspartam sætuefnið.
08.11.2006
Bolirnir eru loksins komnir, ýmsar tegundir, stutterma og langerma. Allt á mjög sanngjörnu verði. Nýir bolir fyrir Bjargfasta eru líka komnir, munið að sækja þá og endurnýja ef þið viljið.
07.11.2006
Það byrjuðu 6 ný 4 vikna Gravity námskeið í gær og ofurmennanámskeiðið Vo2max. Fullt er á öllum námskeiðunum og biðlistar inn á hvert.
07.11.2006
Það voru mörg pör sem mættu í sving og salsa hjá Jóa og Theu um helgina. Hefðum viljað sjá fleiri í línudansinum, en við lærðum 7 nýja og flotta dansa með skemmtilegum og öðruvísi rithma.
03.11.2006
Það virðast allir vera á leiðinni út úr bænum um helgina og því var ákveðið að fresta lokauppgjöri Vo2max námskeiðsins þar til á þriðjudag.
02.11.2006
Guðný Anna Ríkharðsdóttir, kaldur kokkur, verður með matreiðslukennslu í næstu viku fyrir alla sem eru á námskeiðum hjá okkur. Skráning á blöð í afgreiðslu.