10.11.2011
Það voru góð viðbrögð við hópkaupstilboðinu okkar og margir notfærðu sér að kaupa ódýrt mánaðarkort og
einn smoothie fylgir með. Það er hægt að nota þessi kort eftir áramót, alveg til 10 maí. Líklega eru sumið að gefa
þau í jóla og afmælisgjafir sem er sniðugt.
08.11.2011
Síðasta sunnudag mættu bara 6 í Hot Yoga og hina sunnudagana á undan voru 6-15 að mæta. Mikil ásókn er í Hot Yoga
hjá íþróttahópum og höfum við því boðið 25 íþróttamönnum að koma næsta sunnudag kl 11.
08.11.2011
Halló, halló, og velkomin á nýju heimasíðuna. Hún virkar vonandi vel og allt á að vera mjög aðgengilegt og auðvelt.
Bestu þakkir til strákanna hjá Stefnu fyrir hönnunina og Jóhann Ólafur Athyglismaðurinn fær bestu þakkir fyrir að koma þessu á
koppinn með mér. Kveðja og hamingjuóskir Abba.
08.11.2011
Við erum á hópkaup með geggjað tilboð. Einn og hálfur sólarhringur eftir og þú getur keypt mánaðarkort á 5500kr með ótakmörkuðum aðgangi (fullt verð 11800kr) og einn skyrsmoothie
06.11.2011
Nýja heimasíðan fer að detta inn í þessari viku. Þannig að þið skuluð njóta þessarar gömlu sem er einstök og ekki lík neinni annari síðu,
06.11.2011
Það var fullt af krökkum sem komu að æfa með mömmu og pabba í dag. Stór hópur fór í krakkajóga og leiki hjá Gerði. Eldri fóru í Hot Yoga hjá Bryndísi
01.11.2011
Síðustu CrossFit námskeiðin fyrir jól eru að byrja á fimmtudaginn. Mömmurnar byrjuðu í morgun og er ótrúlega flott aðsókn á það námskeið.
31.10.2011
Loksins, loksins. Fjölskyldudagur Bjargs verður sunnudaginn 6. nóvember. þá eru börnin í aðalhlutverki og geta farið í tækjasalinn í fylgd forráðamanns.
28.10.2011
Ólatími er öðruvísi en allir aðrir tímar í stöðinni. Þetta er erfiður þrektími þar sem Óli lætur fólk puða í ólíklegustu æfingum. Hann notar allt sem honum dettur í hug og fer oft
27.10.2011
Morguntíminn á þriðjudögum í Hot Yoga færist fram um korter og verður því kl 8:15 í framtíðinni. Hann er 75 mínútur og er því búinn kl 9:30.