27.11.2011
Anna og Jóna frumflytja nýtt Body Pump næsta þriðjudag kl 17:30. það eru 20 ár frá því fyrsta pumpið kom út og
því verður happdrætti og rautt jólaþema í tímanum. Allir mega taka með sér gesti, kostar ekkert.
27.11.2011
Nú er desember að ganga í garð og þá fækkar alltaf í tímum og tækjasal. Síðustu Body Attack og Body Vive tímarnir
á þessu ári verða næsta föstudag. Þetta er líka síðasta vikan þar sem allir opnu Gravitytímarnir verða inni.
Síðasti Boxercise tíminn verður næsta þriðjudag og síðasti Body Combat næsta miðvikudag. Hot Yoga á sunnudögum verður
ca tvisvar í viðbót og Body Jam á miðvikudegi fellur niður eftir næstu viku. Sjáum til með konutímana og Yoga tímana.
Fylgist vel með töflunni.
23.11.2011
Við byrjum að skrá í öll námskeiðin sem byrja í janúar í byrjun desember. Allr sem borga við skráningu geta byrjað
að æfa og þannig æft frítt í desember. Allir sem eru að klára námskeið í byrjun desember æfa frítt út
árið. þannig að við viljum sjá fullt af fólki hér í desember og fram að áramótum.
23.11.2011
Hvernig væri að gefa 6x6x6 námskeið í jólagjöf? Gefa makanum námskeið til að komast í betra form? Gravitynámskeið
á 13900kr fyrir mömmu t.d. Lífsstílsnámskeið, CrossFit eða Body Fit boltanámskeið. Sniðug gjöf og smá pressa á
viðkomandi að drífa sig af stað.
22.11.2011
Það er frábær mæting í Zumbu danstímana á Bjargi. Yfir 50 konur á öllum aldri koma, sveifla mjöðmunum, fylla á
gleðihormónin og styrkja kvið og bak. Tímarnir eru á mánudögum kl 16:30, fimmtudögum kl 18:30 og svo er aukatími fyrir áhugasamar
á laugardögum kl 11:30. Streytulosandi tímar og þannig er öll líkamsrækt hvað sem hún heitir, losar um spennu og hjálpar okkur
að takast á við lífið.
18.11.2011
Það er pláss fyrir 15 manns í Hot Yoga næsta sunnudag og því ekki þörf á að skrá sig, bara mæta og njóta.
18.11.2011
Kári Steinn Karlsson Íslandsmethafi í maraþoni og væntanlegur þáttakandi á næstu Olympíuleikum verður með fyrirlestur
á Hótel KEA kl 20 í kvöld. Kári mun fjalla um æfingaaðferðir sínar og annað í sambandi við hlaup. Fyrirlesturinn er
öllum opinn og kostar ekkert.
15.11.2011
Hrafnhildur Reykjalín verður með fyrirlestur á miðvikudag kl 20 hér á Bjargi. Hún ætlar að tala almennt um hollt líferni og
lífsgæði. Þá mun hún sýna gerð hrásúkkulaðis.
Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi, Gravity, Lífsstíl, CrossFit, Skvísunámskeið og 6x6x6x áskorun og kostar
ekkert. Hvetjum ykkur til að mæta, hlusta, spjalla og smakka.
11.11.2011
Anný ætlar píska ykkur út í Ólatímanum á morgun. Guðrún mun sjá um Lífsstílinn og Hóffa balancerar
alla í Body Balance. Eva tekur svo tvo danstíma, Zumba kl 11:30 og Body Jam kl 13:00. Flottur laugardagur framundan.
10.11.2011
Það verður framhald á einu Gravitynámskeiði núna þegar þau sem eru í gangi klárast. 17:30 hópurinn heldur áfram og
fyrsti tíminn á nýju námskeiði er 21. nóvember. Skráning á öll hin námskeiðin sem byrja í janúar 2012 hefst
í desember.