Fréttir

6x6x6 nýtt námskeið og Body Fit

Næsta Body Fit boltanámskeið hefst 10. október, skráning er hafin. Næsta 6x6x6 námskeið byrjar 20. október og skráning hefst 5. október.

Matreiðslukennsla í miðkudag kl 20:00

Abba verður með matreiðslukennslu fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi: CrossFit, Body Fit, Lífsstíl, Gravity og 6x6x6 þann 5. október kl 20:00. Kennslan verður í salnum á neðri hæðinni og SAbba gerir 9 rétti á klukkutíma. Fullt af smakki, sýnishornum úr búðinni og skemmtilegheitum.

Geggjað stuð

Það var svaka stemming í frumflutningnum á Nýja Kjarnakerfinu í gær og í dag. Rúmlega 50 manns mættu í gær og tæplega 40 í dag. Æfingarnar tóku á suma en gerðu öllum gott. Áskorun var svo í lok tímans á laugardag að fara í 5 mínútna planka. 50 manns byrjuðu og 5 kláruðu.

6 kennarar í CXWORX á Bjargi

Það var Les Mills kennaranámskeið í CXWORX hér á Bjargi um síðustu helgi. Áskorun fyrir alla sem þarna voru og fundu flestir vel fyrir kjarnanum sínum eftir skemmtilega helgi.

Frumflutningur á CXWORX

Það verður skemmtilegur Ólatími á laugardaginn, aðeins 45 puð hjá honum. Síðasta hálftímann koma nýju CXWORX kennararnir og frumflytja nýja Core Kerfið frá Les Mills. Það verður kl 9:45

Frumflutningur á Body Pump og Body Balance

Anna og Jóna ætla að fumflytja nýtt Body Pump á dag kl 17:30. Allir mæta rauðir og brjálaðir í nýjar æfingar. Hóffa og Abba frumflytja síðan nýjan Balance á miðvikudaginn kl 18:30.

Línudans á þriðjudögum kl 20:00

Berglind Rafnsdóttir verður með opinn kynningartíma í línudansi í kvöld kl 20 hér á Bjargi. Hún ætlar svo að dansa niðri með byrjendum og lengra komnum alla þriðjudaga kl 20 í október og nóvember.

APPELSÍNUGUUULLLTTT!!!!

Það voru margir ansi appelsínugulir í gær. Konurnar 50 í Zumbunni voru flottar en krakkarnir í unglingaþrekinu fóru alla leið.

Lítið notuð barnagæsla á föstudögum

Það eru þrír tímar í boði seinni partinn á föstudögum og þokkaleg mæting í þá. Hingað til hefur bara eitt barn komið í gæslu á föstudögum. Við munum halda föstudögunum inni út mánuðinn en fella gæsluna niður eftir það.

Tryggvi með Ólatíma

Tryggvi sér um Ólatímann á morgun. Ólatíminn er langur og erfiður þrektími þar sem allt er leyfilegt, eða fátt bannað. Fullt af góðum æfingum,