14.08.2015
Við erum byrjuð að skrá á öll námskeið haustsins. Nýjan lífsstíl sem verður á eðal tíma, kl. 17:30 á mánudögum og fimmtudögum, laugardagstíminn er kl. 11:30, byrjum 3. september. Nýtt útlit eru heitir bolta og þrektímar, Dekrið er fyrir 50 ára og eldri og byrjendur og Gravity/bolti fyrir þær sem vinna lengi og vilja góða þrektíma í Gravitybekkjunum og með stóru og litlu boltana.
02.08.2015
Vegna lokunar á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 3. ágúst, tökum við aukatíma fyrir alla sem eru á Gravitynámskeiðunum á þriðjudeginum 4. ágúst kl. 16:30 og 17:30. Mætið í þann tíma sem hentar betur.
28.07.2015
Við ætlum að setja nýtt Gravitynámskeið af stað á fimmtudaginn kl. 16:30. Frjálst er að flakka á milli hópa. Bendum líka á opnu tímana á fimmtudagsmorgun kl. 6:10 og kl. 8:15 á föstudögum fyrir þá sem missa úr tíma.
24.07.2015
Það er fullt á Gravitynámskeiðið sem byrjar á mánudaginn kl. 17:30. 5 eru komnir á biðlista og við getum sett annað námskeið í gang kl. 16:30 sömu daga ef vilji er fyrir hendi. Höldum áfram að skrá á biðlistann og getum þá líka fært á milli námskeiða ef einhverjir sem eru á námskeiðinu kl. 17:30 vilja vera kl 16:30. Þurfum 5 í viðbót til að setja annað námskeið í gang. Það myndi þá kannski byrja á fimmtudaginn í næstu viku.
22.07.2015
Núna eru komnir 11 á Gravitynámskeiðið sem byrjar á mánudaginn, pláss fyrir 5 í viðbót. Námskeiðið kostar aðeins 14.000 kr, og tækjasalurinn og aðrir tímar fylgja með. Flott að prufa Hot yoga, spinning og þrektíma t.d.
13.07.2015
Næsta Gravitynámskeið byrjar 27. júlí. 5 vikna námskeið, kennt kl. 17:30 á mánudögum og fimmtudögum. Frjáls aðgangur í alla aðra tíma og tækjasal fylgir námskeiðinu. Núna erum við með 16 bekki og því komast 16 manns að. Gravity hentar öllum og þá sérstaklega þeim sem vilja styrkja sig og móta á öruggan hátt.
11.07.2015
Þórunn Kristín er í dansstuði og býður öllum í Zumbadans kl. 10:30 á Bjargi, kostar ekkert, opið fyrir alla.
10.07.2015
Gravitytímann kl.8:15 föstudaginn 10. júlí fellur niður vegna sumarleyfa kennara. Bendum á tækjasalinn og það er alltaf hægt að fara í bekkina og æfa sjálf.
04.07.2015
Tíminn á mánudögum sem heitir þrek úti/inni verður mest úti í sumar. Hugsaður sem útitími, en það voraði seint
og því var hann inni til að byrja með.
30.06.2015
Það er Hot yoga í dag kl. 17:30 og svo er Hot Fit á undan kl. 16:30 og líka í fyrramálið kl. 8:15. Æðislegir tímar,
góðir kennarar og notalegur salur.