Þessir fengu búningaverðlauninn
Það mættu um 70 manns í Gamlárshlaup UFA. Enginn kom til að ganga og er það miður, en mikil hálka gæti hafa spilað þar inní. En hlaupararnir stóðu sig vel og fóru 4 eða 10 km. Rannveig Oddsdóttir Það mættu um 70 manns í Gamlárshlaup UFA. Enginn kom til að ganga og er það miður, en mikil hálka gæti hafa spilað þar inní. En hlaupararnir stóðu sig vel og fóru 4 eða 10 km. Rannveig Oddsdóttir sigraði að sjálfsögðu í kvennaflokki og er þetta eitt besta hlaupaár hennar. Hefur sigrað í öllum hlaupum sem hún hefur tekið þátt í og er með besta tímann á Íslandi í 10, 21 og maraþoni og geri aðrir betur. Bjartmar Örnuson var fyrstur af körlunum á frábærum tíma, rúmum 36 mínútum þrátt fyrir hálkuna. Þau fengu stórar flugeldatertur í verðlaun og blómvönd frá UFA. 4 tertur voru svo dregnar út og 2 Gravitynámskeið, mánaðarkort og 3 mánaðakort á Bjargi. Búningar voru frekar lélegir þetta árið en það voru tveir jólasveinar á svæðinu og fengu Bjargtreyjur og Buff. 4 km hlauparar fengu líka Bjargbuff í verðlaun. Rub 23 gaf dýrindis súpu fyrir alla og Bakaríið við Brúna fullt af brauði.