Við á Akureyri höfum nú tækifæri til að styðja hringvegshlauparana fjóra sem hlaupa til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Ekki aðeins getum við stutt þau með fjárframlagi heldur getum við hlaupið með þeim síðustu kílómetrana til Akureyrar laugardaginn 11. júní. Tvær 14 manna rútur, í boði Höldurs, skutla okkur til móts við hlauparana frá Hofi á eftirfarandi tímum:
Fyrir 30 km hlaupara frá Fnjóskárbrú norðan Vaglaskógar, brottför rútu frá Hofi kl.10:30, hlaup hefst ca. kl.11.
Fyrir 12 km hlaupara frá Safnasafninu á Svalbarðsströnd, brottför rútu frá Hofi kl.12:15, hlaup hefst ca. kl.12:45.
Fyrir 5 km hlaupara frá útsýnispalli efst í Vaðlareit, brottför rútu frá Hofi kl.13, hlaup hefst ca. kl. 13:30.
Eðlilega er öllum frjálst að láta skutla sér á einkabílum eða öðrum ferðamáta.
Þetta er fjáröflun og tilvalið að nota sms söfnunarsímana hér að neðan. Framlög eru að sjálfsögðu frjáls, neðangreint er eingöngu hugmynd:
Frá útsýnispalli við Vaðlareit ca 5 km, sms í 904-1001 kr 1.000.
Frá Safnasafninu við Svalbarðseyri ca 12 km, sms í 904-1003 kr 3.000.
Frá Fnjóskárbrú yfir Víkurskarð ca 30 km, sms í 904-1005 kr 5.000.
Sjá nánar um söfnunina og staðsetningu hlauparanna á síðunni þeirra www.mfbm.is ("Meðan fæturnir bera mig")
Allir hlauparar verða að vera sjálfbjarga í mat og drykk. Engar drykkjastöðvar, engir t-bolir. Fjölmennum, tökum vel á móti duglegu fólki og teppum Leiruveginn með glöðum skokkurum.