COVID-19
Kæri viðskiptavinur
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út tilskipun um samkomubann sem gildir í fjórar vikur, frá og með mánudeginum 16. mars kl. 00:01 til og með mánudagsins 13. apríl kl. 00:01.
Samkomubannið gildir um viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman og ná takmarkanirnar til landsins alls. Auk þess þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum á öllum samkomum.
Þetta þýðir að þjónusta okkur mun verða takmörkuð og þurfum við á ykkar liðsinni að halda við að leggja okkar af mörkum til almannavarna.
Allir hóptímar verða styttir um 10 mín. til að takmarka samgang hópa.
Það er ósk okkar að iðkendur mæti á réttum tíma á æfingu og dvelji ekki í húsinu að óþörfu, þannig að ekki safnist saman hópar fólks fyrir utan æfingasali eða í búningsklefum. Ef þú hefur svigrúm til þess að fara í sturtu heima, þá er það vel þegið.