Hjólahópurinn er búin að plana æðislega ferð miðvikudaginn 18. júní. Planið er að mæta á Torfunesbryggjuna kl 17:00 með hjólin og sigla með Húna til Grenivíkur. Hjólahópurinn er búin að plana æðislega ferð miðvikudaginn 18. júní. Planið er að mæta á Torfunesbryggjuna kl 17:00 með hjólin og sigla með Húna til Grenivíkur. Verðum komin þangað um kl 19:15 og þá er ætlunin að hendast undan norðanáttini til Akureyrar og enda í heita pottinum á Bjargi. Þetta er hugsað sem skemmtiferð þannig að hópurinn hjólar kannski örítið hægar en vanalega og við hvetjum því alla til að vera með. Látið vita á bjarg.is ef þið eruð ekki í hjólahópnum en viljið koma með. Siglingin kostar ekkert, en það er hugmynd um að panta léttan mat á Bjarg og borða eftir pott.