Það var mikið um að vera um helgina hér á Akureyri. Andrésar Andar leikar og Íslandsmeistaramót öldunga í blaki. Slatti af okkar fólki var að keppa í blakinu og eitt liðið kenndi sig við Bjarg.Það var mikið um að vera um helgina hér á Akureyri. Andrésar Andar leikar og Íslandsmeistaramót öldunga í blaki. Slatti af okkar fólki var að keppa í blakinu og eitt liðið kenndi sig við Bjarg. Þetta voru skólasystur Óla, Unnars og Hólmfríðar úr íþróttakennaraskólanum. Hóffa var í liðinu og hefur ekki spilað blak síðan á skólaárunum. Þær stóðu sig samt ótrúlega vel og voru án efa skemmtilegasta liðið. KA a-lið sigraði í karlaflokki og þar voru Kristján nuddari, Hafsteinn Jakobs, maður Birgittu, Haukur Valtýs og Unnar. Eikin með Birgittu, Hrefnu, Birnu, Jóhönnu og Köru keppti í fyrstu deild kvenna og voru ótrúlega góðar. En fyrst og frremst var þetta góð skemmtun.