Þriðjudaginn 3. maí verður heilsudagur á Bjargi. Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur kemur og verður með fyrirlestur og svarar spurningum um mataræði og allt sem því viðkemur. Þriðjudaginn 3. maí verður heilsudagur á Bjargi. Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur kemur og verður með fyrirlestur og svarar spurningum um mataræði og allt sem því viðkemur. Hans fyrirlestur verður kl. 17:30-19:30. Enginn þarf að verða svangur á meðan því við verðum með veitingar frá Norðurmjólk, Kristjánsbakaríi, Móður Náttúru og Heilsuhorninu. Allir eru velkomnir. Athugið að tímar í stöðinni falla niður meðan á fyrirlestrinum stendur: Body Pump, Body Balance, Body attack og þrek 2, ath. að Karlapúlið kl. 19:30 verður. Við ætlum síðan að kynna nýtt slagorð og stefnu fyrirtækisins.