Hóffa kennir Body Vive
Laugardaginn 28. febrúar verður öðruvísi og mikið um að vera á Bjargi. Ólatíminn verður á sínum stað en allt riðlast eftir það. Allir sem hafa áhuga á að kynnast, eða eru þegar aðdáendur Les Mills kerfanna, ættu að mæta og prufa einhverja tíma. Þetta er workshop Laugardaginn 28. febrúar verður öðruvísi og mikið um að vera á Bjargi. Ólatíminn verður á sínum stað en allt riðlast eftir það. Allir sem hafa áhuga á að kynnast, eða eru þegar aðdáendur Les Mills kerfanna, ættu að mæta og prufa einhverja tíma. Þetta er workshop fyrir alla kennara í kerfunum og okkar kennarar eru að frumflytja ný prógrömm í 6 greinum af 8. Það koma ný prógrömm á 3 mánaða fresti og tvisvar á ári er svona workshop þar sem kennararnir fá að spreyta sig og kenna hinum kennurunum. það er ekki fullt í tímana þannig að okkar viðskiptavinir og aðrir eru velkomnir að vera með. Fyrsti tíminn er kl 10:15, Body Step. RPM spinning er kl 11:15, Body Combat kl 12:00, Body Pump kl 13:00, , Body Attack kl 14:00, Body Vive kl 15:00, Body Jam kl 16:00 og Body Balance kl 17:00. Dregnir verða út happdrættisvinningar eftir hvern tíma og nuddararnir verða við innipottinn.