Inga, Brynja og Unnsteinn
3 einstaklingar frá okkur kepptu í þrekmeistaranum um helgina. Ingibjörg Helga Birgisdóttir fór nú í fyrsta skipti í einstaklingskeppnina og stóð sig frábærlega. Sigraði í flokki 39 ára og eldri og varð 6 í mark í opnum flokki á 22:08:56 mín.3 einstaklingar frá okkur kepptu í þrekmeistaranum um helgina. Ingibjörg Helga Birgisdóttir fór nú í fyrsta skipti í einstaklingskeppnina og stóð sig frábærlega. Sigraði í flokki 39 ára og eldri og varð 6 í mark í opnum flokki á 22:08:56 mín. Brynja Viðarsdóttir var líka að fara í gegnum brautina í fyrsta skipti og varð níunda á 23:02:89 mín. frábært hjá stelpunum. Vorum ekki með lið en Guðmundur Guðmundsson keppti með strákunum úr Vaxtarræktinni og þeir slógu metið sem okkar karlar settu 2002 í flokki 39+. Mætum næst og neglum þetta. Unnsteinn Jónsson varð þrettándi í opnum flokki og 5. í 39+ í einstaklingskeppninni á 23:02:89. Hér á Bjargi er fullt af fólki sem á erindi í þessa keppni og farið nú að spíta í lófana fyrir páskana. Myndir á myndasíðu.