12.05.2006
Nú hafa hlauparar UFA og hlaupahópur Dúnnu ákveðið að hlaupa saman í sumar. Það er frábært að sameina sig og stækka hópinn aðeins. Hlauparar hafa ákveðið að hittast 4x í viku.Nú hafa hlauparar UFA og hlaupahópur Dúnnu ákveðið að hlaupa saman í sumar. Það er frábært að sameina sig og stækka hópinn aðeins. Hlauparar hafa ákveðið að hittast 4x í viku. Mánudaga kl 17:30 við Kjarnakot í Kjarnaskógi, miðvikudaga kl 17:30 við Fossland í Eyjafjarðarsveit (keyrt yfir Leirubrú og beygt inn fjörðinn síðan fyrsti afleggjari eftir það), fimmtudagar kl 17:30 frá Bjargi og kl 09:00 á laugardögum frá sundlaug Akureyrar. Svo eru nokkrir hlauparar sem hlaupa þrisvar í viku í hádeginu frá Bjargi. Það kostar ekkert að vera með í þessum hóp og ef þið viljið fara í sturtu hér en eigið ekki kort þá kostar það 200kr. Flott er líka að nota nýja pallinn og taka æfingar og teygjur á eftir skokki og fara svo í heitu pottana á eftir þegar allt er tilbúið.