Kæri viðskiptavinur
Eftirfarandi ráðstafanir eru gerðar vegna samkomubanns og 2m reglunnar:
- Opnunartími stöðvarinnar helst óbreyttur
- Tilgreina þarf við komu hvort þú sért að fara í hóptíma eða tækjasal
- Opnir tímar
- Hjólasalur, hámark 20 manns
- Þreksalur, æfingar verða með breyttu sniði sem tryggja 2m fjarlægð viðskiptavina
- Heiti salur, hámark 9 manns, koma með eigin handklæði. Ef fleiri mæta er tíminn fluttur í stóra salinn.
Allir hóptímar verða styttir um 10 mín. til að takmarka samgang hópa.
- Tækjasalur
- Aukum rými milli iðkenda og verður því einungis annað hvert þrektæki í boði.
- Við biðjum iðkendur að hafa 2 metra á milli sín í æfingum og deila ekki búnaði með öðrum.
- Vinsamlegast sótthreinsa öll áhöld og búnað fyrir og eftir æfingar og setja á sinn stað.
Sótthreinsiþrif í stöðinni hafa verið aukin og sprittstöðvum fjölgað. Gott getur þó verið að vera með sitt eigið handspritt á æfingu.
Það er ósk okkar að iðkendur mæti á réttum tíma á æfingu og dvelji ekki í húsinu að óþörfu, þannig að ekki safnist saman hópar fólks fyrir utan æfingasali eða í búningsklefum. Ef þú hefur svigrúm til þess að fara í sturtu heima, þá er það vel þegið.