17 manns gengu á Kaldbak í gær. Færið var gott og veðrið að mestu gott. Fengum frábært útsýni alla leið en það blés soldið stíft á köflum. Sumir voru að fara í sína fyrstu vetrargöngu og það var ýmislegt sem kom á óvart. 17 manns gengu á Kaldbak í gær. Færið var gott og veðrið að mestu gott. Fengum frábært útsýni alla leið en það blés soldið stíft á köflum. Sumir voru að fara í sína fyrstu vetrargöngu og það var ýmislegt sem kom á óvart. Gangan sjálf var frekar auðveld, snjórinn mátulega mjúkur og ekkert klöngur yfir urð og grjót, ótrúlegur lúxus. En það þarf að vera í réttum útbúnaði og ef hann er ekki í lagi verður ferðin ekki eins skemmtileg. Sumir urðu kaldir á fingrum og áttuðu sig á því að það má helst ekki fara úr vettlingunum. Myndavélarnar frusu og létu ekki að stjórn, vatnið fraus og samlokurnar og súkkulaðið var alveg við það að frjósa. En við vorum 5 klst að klára fjallið og allir í góðum gír. Halli og Bryndís stóðu sig vel í fararstjórninni. Við stefnum á Rimana á Svarfaðardal eftir 3 vikur. Flottar myndir
http://www.24x24.is/photogallery.php?album=95