Dansfitness grunnnámskeið

Nýtt námskeið þar sem markmiðið er að læra grunnsporin í hinum ýmsu dansstílum eins og salsa, cumbia, reggaeton, sömbu, cha cha cha, rúmbu, jive, afrobeat, krump o.fl.

Grunnnámskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja gleðjast í gegnum dans og á sama tíma að stunda góða hreyfingu. Dansinn stuðlar að betri samhæfingu, bætir jafnvægi og viðbrögð og er í senn styrkjandi og liðkandi. Fyrir utan þann líkamlega ávinning sem maður fær af því að dansa gefur hann okkur ekki síst andlega vellíðan.

4 vikna námskeið sem hefst þriðjudaginn 5.apríl

Kennt á þriðjudögum kl 17:30 og fimmtudögum kl 18:30

Kennarar eru Alla, Karen og Kolbrún.

Verð: 18.900kr

Skráning