13.06.2008
Hjólahópurinn er búin að plana æðislega ferð miðvikudaginn 18. júní. Planið er að mæta á Torfunesbryggjuna kl 17:00 með hjólin og sigla með Húna til Grenivíkur.
10.06.2008
Það var troðfullt í spinningtímanum hjá Binna í gær og mikill sviti sem rann. Við bendum fólki á að spinningtímarnir eru fyrir alla og hjólin okkar eru einstaklega góð.
10.06.2008
Það er enn fullt af fólki að æfa hjá okkur sem hefur ekki prufað Gravity. Strákar, hvar eruð þið? Gravity er frábær lyftingatími þar sem þú tekur á öllum vöðvahópum og færð að finna fyrir því.
07.06.2008
Frumflutningur á nýju kerfi í Body Balance verður þriðjudaginn 10. júní. Hulda, Hólmfríður og Abba munu kenna og vonumst við til að sem flestir komi og njóti stundarinnar með þeim.
03.06.2008
Það er frítt í konutímann á miðvikudögum kl 16:30 í júnímánuði. Bendum þeim konum sem vilja prufa Bjarg á þessa tíma. Konutímarnir hafa verið með vinsælustu tímum stöðvarinnar undanfarin 3 ár.
02.06.2008
Það var frábær mæting í 08:15 tímann í morgun, 24 pðuðu með Öbbu. 3 mættu í 09:30 tímann og höfum við ákveðið að fella hann út. Bendum á 08:15 í staðinn.
02.06.2008
Óli er byrjaður með útihlaup og þrek á Dalvík. Hann er þar á mánudögum og fimmtudögum kl 18:00. Allir sem eru í þessum hóp hjá honum geta komið og æft hér á Bjargi þrisvar í viku. Hvetjum Dalvíkinga til að mæta í ÓÓÓ hópinn.
02.06.2008
Frá og með 2. júní styttist opnunartíminn um 2 klst. á dag alla daga nema sunnudaga, um eina klst. Við lokum því kl 20:00 á kvöldin virka daga, kl 18:00 á föstudögum, 14:00 á laugardögum og 13:00 á sunnudögum.
22.05.2008
Laugardaginn n.k. mun Ólatími breytast í Eurovision þrek þar sem Anný og Tryggvi munu púla við gamla og nýja Eurovisionslagara. Tíminn er opinn fyrir alla. Sjáumst hress og kát og hitum okkur upp fyrir kvöldið :)
20.05.2008
Við Óli erum búin að vera í rúma viku í útlöndum og eigum viku eftir. Erum í æfingabúðum fyrir sumarið. Höfum frétt af frábærri mætingu í hjólahópinn svo við verðum allavega að taka eina hjólaæfingu,