16.04.2008
Davíð Kristinsson er með fyrirlestur fimmtudagskvöldið 17. apríl á Friðriki 5 kl 19:30. Fyrirlesturinn heitir : Þú berð ábyrgð á eigin heilsu.
16.04.2008
Það eru tvö lið frá okkur að fara að keppa í þrekmeistaranum um helgina. Mikil þáttaka er og einstaklingskeppnin byrjar kl 10:00 um morguninn. Liðakeppnin verður því ekki fyrr en uppúr hádegi.
15.04.2008
Með hækkandi sól fækkar í tímum og því verðum við að fella þá niður smátt og smátt. Body Step tíminn á mánudögum er hættur og Boltatíminn á sunnudagsmorgnum.
15.04.2008
Kennarar líkamsræktarinnar eru á teygjunámskeiði um helgina og því þurfum við að breyta aðeins tímum og fella niður. Ólatími verður á laugardag kl 09:00, Body Balancetíminn fellur niður.
07.04.2008
Allir sem kaupa kort hjá okkur geta fengið fría leiðbeiningu í tækjasal. Ekki bíða með að læra á tækin og fara eftir æfinaáætlunum sem við erum með.
07.04.2008
Það er alltaf jafnvinsælt að koma við hér í óvissuferðunum og fá einhverja kennslu í 10-30 mínútur. Body Vive er mjög vinsælt núna, hentar öllum og er bara skemmtilegt (æfinfgar með lítinn bolta).
01.04.2008
Lokahlaup vetrarhlaupa UFA var sl. laugardag og kom Halldór úrsmiður og hádegisskokkari fyrstur í mark.
01.04.2008
Við bjóðum öllum sem eiga koert hér fría tækjakennslu 4x til að byrja með og svo upprifjun eins oft og hver vill.
01.04.2008
Í aprílmánuði er frítt í spinning á mánudögum kl 18:45. Allir sem eru 14 ára og eldri geta því mætt í spinning til okkar einu sinni í viku og það kostar ekkert.
25.03.2008
Sólrún Stefánsdóttir sem hefur verið að kenna hér keppti í Fitness um páskana og gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki.