26.08.2013
Opna vikan byrjaði í morgun með spinningtíma hjá Tryggva. Hvetjum alla til að nota tækifærið og prufa tíma. Nýji
þreksalurinn er svakalega stór og flottur og rúmar léttilega 80 manns í tíma. Hann er líklega einn stærsti þreksalur landsins,
bjartur og vel búin. Munið svo eftir ódýru kortunum í tækjasalinn, frábær kostur fyrir þá sem eru bara að lyfta og
hlaupa. Nú eru spinninghjól í salnum og alltaf hægt að skella sér á efri hæðina ef það er ekki tími þar og gera
sínar æfingar.
21.08.2013
Það eru bara tveir dagar eftir í gamla kerfinu. Sniðugt hjá öllum sem eiga kort á gamla verðinu að láta reikna sig upp og
ákveða hvað á að gera við summuna. Halda áfram í tækjasalnum eða nota þetta í tíma hjá einhverjum.
Þökkum öllum sem hafa verið með okkur í þessi 13 ár en hlökkum til að breyta og takast á við ný verkefni með ykkur.
Vonumst til að geta greitt úr öllum vandamálum og sérþörfum viðskiptavina okkar eins og við höfum gert hingað til. Spyrjið bara
nógu mikið og tékkið á þessu öllu í opnu vikunni.
21.08.2013
Við lokum aðeins í einn dag vegna breytinganna og það er næsta laugardag. Setjum stefnuna á að færa restina niður um helgina og gera salina
tilbúna. Ef einhverjir vilja hjálpa við burð og fá kort í staðinn þá hafið samband við Óla eða Öbbu.
Eftir helgina fer svo allt á fullt, opin vika og lengri opnun.
20.08.2013
Við erum að færa tækjasalinn niður í þessari viku og byðjum fólk að sýna skilning. Á sunnudag bára 2 einstaklingar
lóð og tæki upp og niður stigann, alls 4 tonn. Salurinn er að mótaast og mun restin fara niður um næstu helgi. Væntanlegur fljótlega er
svo stór gluggi og hurð að útisvæði. Áfram flott útsýni af hlaupabrettinu.
20.08.2013
Við lengjum opnunartímann frá og með 26. ágúst. Opið frá 6 - 23 virka daga, böð og búningsherbergi loka kl 21. Helgaropnun
er frá 10-16. Næsta sumar verður lengri opnun en var í sumar og ekki lokað á sunnudögum.
20.08.2013
Það verður opin vika hér á Bjargi 26. - 31. ágúst. Um 40 tímar í boði og hægt
að prufa allt. Kennararnir taka niður skráningar í tíma og tækjasalur verður opinn fyrir alla sem eru 14 ára og eldri.
12.08.2013
Það er fullt á námskeiðið Nýtt útlit kl 16:30, skráum á biðlista. Nóg pláss enn kl 17:30 og 8:30. Fullt er
í spinningtímann kl 6:10 hjá Tryggva.
12.08.2013
Hóffa, Abba og Bryndís eru í stuði og ætla að bjóða uppá Hot yoga áskorun í september. Þar bjóða
þær uppá 10 tíma á viku og skora á alla að prófa. Yoga er fyrir alla og þær kenna alltaf eins og allir séu byrjendur.
10.000 kr. fyrir mánuðinn og ef fólk vill halda áfram fram að jólum þá dregst þessi 10.000 kall frá 35.000 krónunum sem er
verðið fyrir 16 vikur. Skráning er hafin, allir með!
06.08.2013
Það eru rúmlega 30 manns skráðir í Nýtt útlit kl 16:30 og hópurinn að fyllast. Við munum auglýsa í næstu viku
og því gott að tryggja sætið áður. Nóg pláss er í hópana kl 8:30 og 17/18:30. Það má flakka á
milli hópa opg við eigum eftir að finna einn tíma í viðbót fyrir 17:30 hópinn, spinningtíma.
06.08.2013
Við munum ekki þurfa að loka vegna flutninganna. Nú er búið að mála gólfið í nýja tækjasalnum og við erum
byrjuð að flytja hann niður. Teygjusvæðið er því á neðri hæðinni eins og er, rimlarnir, boltar, lóð,
róðrarvélar og fleira.. Framkvæmdir á efri hæð munu svo fara í gang í vikunni. Allat sem þarf að gera er frekar einfalt og
tekur ekki langan tíma eða mun trufla starfsemina.