08.12.2005
Jólauppskriftir Bjargs eru í stikunni hægra megin þar sem jólatrén eru. 7 blaðsíður af skemmtilegum uppskriftum.
08.12.2005
Aðsóknin er léleg í Gravitytímana í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum og ætlum við að fella þá niður í desember.
08.12.2005
Karlapúlið kláraðist á þriðjudaginn og þar var einn sem sló öll fyrri met. Hann náði 10% léttingu(15,2) er hann reif af sér 15 kíló og 46 sentimetrar fóru, þar af 23 af miðjunni. Hetjan heitir Heimir Sigurðsson.
06.12.2005
28 þriggja mánaðakort fóru í verðlaun til einstaklinga sem stóðu sig framúrskarandi vel á lífsstílsnámskeiðunum sem voru að klárast í gær. 18 náðu 10% léttingu á 12 vikum, svo voru verðlaun fyrir flest kíló farin og sentimetra í hverjum hóp og fyrir góða mætingu.
05.12.2005
Það er lokadagurinn hjá þáttakendum á lífsstílsnámskeiðunum tveimur og Siðubitunum í dag. Allir ætla að muna eftir að mæta í einhverju rauðu eða með eitthvað rautt í tilefni dagsins.
05.12.2005
Body Attack tímarnir fóru bara í pásu fram yfir áramót. Þeir koma svo inn aftur í janúar, allt of góðit tímar til að hætta alveg með þá. Ef þú vilt ná þolinu upp þá er Body Attack kjörin leið.
05.12.2005
Við ætlum að bæta við Gravity tímum á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30. Þetta verða opnir tímar og þarf að skrá sig, fyrsti tíminn verður næsta mánudag 12. des.